Fyrsta fótboltaæfingin í nýja fjölnota íþróttahúsinu fór fram nú í dag. Það var kvennalið ÍBV sem æfði en lokið var við að leggja gervigrasið í síðustu viku, rétt rúmum mánuði eftir að verkið hófst. Hið nýja hús gjörbreytir allri æfingaaðstöðu knattspyrnufólks í Eyjum yfir vetrartímann en hann hefur til þessa verið mjög bágborinn.