Á föstudaginn lauk lagningu sæstrengs frá landi til Vestmannaeyja sem er fyrsti áfangi í að endurnýja flutningskerfi raforku til Vestmannaeyja og auka flutningsgetuna. Endanlegar áætlanir um framhaldið liggja ekki fyrir, en það gæti tekið nokkur ár að endurnýja kerfið og í heild gæti kostnaður verið nokkrir milljarðar króna. Áætlað er að sæstrengurinn sem lagður var í síðustu viku kosti 1,6 milljarða.