Eyjastúlkur sóttu heim ósigraða Íslandsmeistara Fram í Olísdeild-kvenna í dag í hörku viðureign.
Það var ÍBV sem byrjaði leikinn betur og eftir tæpar tíu mínútur var staðan orðin 2-6 ÍBV í vil. Fram átti þá góðan kafla eftir að hafa tekið leikhlé og minnkaði muninn niður í tvö mörk.
Illa gekk þó meisturunum að jafna leikinn og í hvert sinn sem þær nálguðust Eyjastúlkur svöruðu þær um hæl. Staðan í hálfleik Fram 15-16 ÍBV.
Framstúlkur komust þá loks yfir í upphafi síðari hálfleiks 20-19 en ÍBV stúlkur svöruðu fljótt fyrir sig og komust í 20-22. Nær komust heimamenn gestunum ekki og lokatölur urðu Fram 23 – ÍBV 27.
Guðný Jenný Ásmundsdóttir átti góðan leik og varði 20 skot í marki ÍBV. Markahæst í liði ÍBV var Grena Kavaliauskaite með átta mörk. Aðrir markaskorarar voru Arna Sif Pálsdóttir (8/2), Ester Óskarsdóttir (4), Sandra Dís Sigurðardóttir (3), Harpa Valey Gylfadóttir (1), Sunna Jónsdóttir (1) og Kristrún Hlynsdóttir (1).
Með sigrinum komast stelpurnar upp í þriðja sæti deildarinnar með sjö stig. Næsti leikur er í Eyjum gegn Selfossi þriðjudaginn 30. október næstkomandi kl. 19.30.
[add_single_eventon id=”61533″ show_excerpt=”no” ev_uxval=”3″ ]
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst