Fyrsti heimaleikur sumarsins
20. maí, 2014
ÍBV leikur fyrsta heimaleik sinn í Pepsídeild kvenna í dag en klukkan 18:00 tekur ÍBV á móti Stjörnunni á Hásteinsvellinum. Stjarnan varð Íslandsmeistari síðasta sumar, fór í gegnum deildarkeppnina án þess að tapa stigi því Garðbæingar unnu alla 18 leiki sína og markatala liðsins var 69:6 í lok tímabilsins. Hins vegar byrjuðu Íslandsmeistararnir á því að tapa fyrsta leik sínum í sumar, á útivelli gegn Breiðabliki 1:0. Á sama tíma lagði ÍBV Selfoss að velli á Selfossi, 1:2. Hins vegar má búast við erfiðum leik, enda Stjörnuliðið vel mannað.
ÍBV-liðið var kynnt í síðasta tölublaði Eyjafrétta en þar var einnig rætt við Jón �?laf Daníelsson, sem er að hefja sitt sjöunda ár með liðið. Jón �?li segir að ÍBV liðið muni væntanlega berjast um fimmta sætið í sumar. �??Í mínum huga yrði allt ofar en fimmta sætið frábær árangur. �?g tel að við séum ekki með jafn sterka leikmannahópa og Stjarnan, Breiðablik, Valur, �?ór/KA og Selfoss. �?essi fimm lið verða í toppbaráttunni og ég held að deildin verði tvískipt. �?g vona að við verðum í efri hluta neðri hópsins og náum vonandi að berjast um fimmta sætið. Að mínu mati væri það góður árangur. En byrjunin verður erfið því eftir sigurinn á Selfossi, tökum við á móti Stjörnunni og förum svo norður og spilum gegn �?ór/KA. Við erum þegar komin með þrjú stig eftir frábæran sigur á Selfossi í gær og við sjáum hvað gerist í næstu tveimur leikjum.�??
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst