Erlendur Bogason kafari náði einstæðum myndum af loðnutorfu úti fyrir Snæfellsnesi snemma í marsmánuði, í blálok vertíðar. Hann notaði fjarstýrða myndavél um borð í Ingu P SH með firnagóðum árangri en hoppaði svo sjálfur í sjóinn og tók ótrúlegar myndir í djúpinu.
Ekki er vitað til að loðnutorfa hafi fyrr í sögunni verið mynduð á þennan hátt og enn síður að kafari hafi beinlínis blandað sér í slíkan félagsskap í sjó. Stöð tvö birti frétt um málið að kvöldi 8. apríl 2021 og vakti sú verðskuldaða athygli. Myndband úr loðnuköfunarleiðangri
Vinnslustöðin gerði Erlend út í leiðangurinn og hér er óstytt útgáfa af upptökum sem sýnd var á aðalfundi VSV fyrir páska. Kafarinn sjálfur er þulur.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.