Fyrsti kafari veraldar sem heilsar upp á loðnutorfu í sjó
Erlendur Bogason býr sig til fundar við loðnukökk við Snæfellsnes 7. mars 2021.

Erlendur Bogason kafari náði einstæðum myndum af loðnutorfu úti fyrir Snæfellsnesi snemma í marsmánuði, í blálok vertíðar. Hann notaði fjarstýrða myndavél um borð í Ingu P SH með firnagóðum árangri en hoppaði svo sjálfur í sjóinn og tók ótrúlegar myndir í djúpinu.

Ekki er vitað til að loðnutorfa hafi fyrr í sögunni verið mynduð á þennan hátt og enn síður að kafari hafi beinlínis blandað sér í slíkan félagsskap í sjó. Stöð tvö birti frétt um málið að kvöldi 8. apríl 2021 og vakti sú verðskuldaða athygli. Myndband úr loðnuköfunarleiðangri

Vinnslustöðin gerði Erlend út í leiðangurinn og hér er óstytt útgáfa af upptökum sem sýnd var á aðalfundi VSV fyrir páska. Kafarinn sjálfur er þulur.

 

 

Nýjustu fréttir

„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.