Karlalið ÍBV í knattaspyrnu leikur í dag fyrsta úrslitaleikinn af fjórum á lokaspretti Íslandsmótsins. ÍBV er á toppi deildarinnar, stigi á undan KR sem á leik til góða gegn Keflavík á útivelli. Þessi tvö lið mætast einmitt á Hásteinsvellinum á sunnudaginn en fyrst þarf að huga að leiknum gegn Stjörnunni. Þar dugir Eyjamönnum í raun ekkert nema sigur.