�?hætt er að fullyrða að tíðarfarið, það sem af er vetri, hafi verið rysjótt svo ekki sé kveðið sterkar að orði. Allt frá upphafi jólaföstu og út febrúar hefur verið leiðindatíð og skipst á stórviðri og umhleypingar.
Haft var eftir Einari Sveinbjörnssyni, veðurfræðingi hjá Veðurvaktinni ehf., á visir.is á mánudag að fimmtíu fyrstu dagar ársins 2015 væru þeir vindasömustu frá árinu 1995 með meðalvindhraða upp á meira en tíu metra á sekúndu. �??�?etta er mikill meðalvindhraði og aðeins sama tímabil 2008 kemst nálægt því frá árinu 1995,�?? sagði Einar.
Í samanburði sínum segist Einar hafa valið þann kost að horfa til vindátta og vindhraða og stuðst við veðurupplýsingar frá Garðskaga frá upphafi mælinga þar árið 1995 og fram til 18. febrúar sl. Sá staður sé á berangri úti við sjó og hafi því ekkert skjól af fjöllum í ákveðnum vindáttum.
Nánar í Eyjafréttum á morgun.