Í gær útskrifuðust í Vestmannaeyjum átta nemendur úr fjarnámi við Háskólann á Bifröst. Þetta er í fyrsta sinn sem nemendur í Vestmannaeyjum eru útskrifaðir á staðnum en Háskólinn á Bifröst og fræðslu- og símenntunarmiðstöðin Viska hófu samstarf á haustmánuðum. Nemendurnir útskrifuðust úr upplýsingatækni og bókhaldi en nemendurnir átta unnu allt sitt nám úr sinni heimabyggð í Vestmannaeyjum. Útskriftin er ekki síst merkileg fyrir þær sakir að tólf stunduðu námið í heild sinni við háskólann, þar af átta í Vestmannaeyjum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst