Fyrstu tunnurnar í þriggja tunnu flokkunarkerfi sorps komu til Vestmannaeyja á mánudaginn. Mun Íslenska gámafélagið dreifa þeim til íbúa og er miðað við að því verði lokið í þessari viku. Þetta kom fram á fundi í framkvæmda- og hafnarráði sem leggur ríka áherslu á að Íslenska gámafélagið upplýsi bæjarbúa um seinkunina. Kerfið átti að koma til framkvæmda 1. júlí.