Vinna við byggingu reiðhallar á Gaddstaðaflötum er aðeins á eftir áætlun eins og sakir standa. Óhagstætt veður í vetur við jarðvegsframkvæmdir og steypuvinnu hafa gert þetta að verkum, að sögn Guðmundar Einarssonar, framkvæmdastjóra Rangárhallarinnar ehf. sem er byggingar- og rekstraraðili hallarinnar. Reiknað er með að verkið verði komið á áætlun um miðjan apríl.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst