Kvennalið ÍBV gæti mögulega tryggt sér þriðja sætið í Pepsídeild kvenna í kvöld þegar stelpurnar sækja Grindavík heim. ÍBV er í þriðja sæti, með fjögurra stiga forskot á Þór/KA sem er í fjórða sæti. Ef Þór/KA tapar fyrir Breiðabliki á heimavelli og ÍBV vinnur sinn leik, þá endar ÍBV ekki neðar en í þriðja sæti, sem er frábær árangur á fyrsta ári liðsins í efstu deild.