Áramótin í Vestmannaeyjum voru einstaklega glæsileg að þessu sinni. Mikið var skotið upp af flugeldum þegar árið kvaddi. Himinninn lýstist upp í öllum regnbogans litum og víða mátti sjá fólk safnast saman til að njóta sýningarinnar.
Veðrið lék við bæjarbúa og gesti, með hægum vindi og góðu skyggni, sem gerði upplifunina enn eftirminnilegri. Aðstæður voru því með besta móti til flugeldaskota og myndatöku. Meðfylgjandi er myndasyrpa sem fangar stemninguna þegar Vestmannaeyingar kvöddu gamla árið og fögnuðu því nýja með glæsibrag að vanda.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst