Gamla árið kvatt - myndir
Mikið var skotið upp af flugeldum í Eyjum í gærkvöldi og fram á nótt. Eyjafréttir/Eyjar.net: Óskar P. Friðriksson

Áramótin í Vestmannaeyjum voru einstaklega glæsileg að þessu sinni. Mikið var skotið upp af flugeldum þegar árið kvaddi. Himinninn lýstist upp í öllum regnbogans litum og víða mátti sjá fólk safnast saman til að njóta sýningarinnar.

Veðrið lék við bæjarbúa og gesti, með hægum vindi og góðu skyggni, sem gerði upplifunina enn eftirminnilegri. Aðstæður voru því með besta móti til flugeldaskota og myndatöku. Meðfylgjandi er myndasyrpa sem fangar stemninguna þegar Vestmannaeyingar kvöddu gamla árið og fögnuðu því nýja með glæsibrag að vanda.

Nýjustu fréttir

Íþróttahátíð ÍBV í kvöld
Bærinn niðurgreiðir heimsendan mat um 53%
Sigurður Guðmundsson á Hljómey í ár
Jákvæðar umræður um Eyjagöng á Hvolsvelli
Eyjakona og drottning íslenskrar knattspyrnu
Bæjarstjórnarfundur í beinni
Andri Erlingsson til Kristianstad
Verulegur munur á tilboðum í flóðlýsingu Hásteinsvallar
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.