Minningarathöfn verður haldin á morgun fyrir Birnu Brjánsdóttur sem hvarf sporlaust úr miðbæ Reykjavíkur 14. janúar og fannst látin rúmri viku síðar eftir umfangsmikla leit. Hátt í 4.000 manns hefur staðfest komu sína í gönguna í Reykjavík sem mun hefjast upp úr 16:00. Gengið verður frá Laugarvegi 116 niður á 31 þar sem stoppað verður og lagt niður blóm. �?aðan verður gengið niður á Arnarhól, þar sem kveikt verður á kertum til minningar um Brirnu. Svo því sé haldið til haga þá er minningarathöfnin haldin með samþykki fjölskyldu Birnu.
Á sama tíma mun fólk hittast í Vestmannaeyjum við Stafkirkju og fleyta kertum í höfninni eða raða við kirkjuna. Um 50 manns hefur staðfest komu sína í og hvetjum við alla til þess að mæta.