Meistaraefnin í Stjörnunni reyndust ofjarlar ÍBV í kvöld þegar liðin mættust í Vestmannaeyjum. Leikmenn ÍBV stóðu sig reyndar ágætlega á köflum en þess á milli fóru þeir afar illa með dauðafæri, klúðruðu m.a. fjórum vítaskotum og hefðu í raun getað veitt meiri mótspyrnu er raunin varð. Gestirnir gátu leyft sér að hvíla nokkra leikmenn þegar leið á leikinn en sigur Stjörnunnar var aldrei í hættu. Lokatölur urðu 31:37 eftir að staðan í hálfleik var 11:18.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst