Eins og fram hefur komið, meiddist Matt Garner illa í leik ÍBV og Keflavíkur. Allt bendir til þess að báðar pípurnar í sköflungnum hafi farið í sundur en gera varð 25 mínútna hlé á leiknum, þar sem ekki þótti ráðlegt að færa Garner til áður en sjúkrabíll kom á svæðið. Hann kom 10 mínútum eftir atvikið og tók þá við um 15 mínútna undirbúningur, áður en Garner var fluttur í burtu. Bjartey Hermannsdóttir, eiginkona hans staðfesti í samtali við Eyjafréttir að Garner hefði farið í aðgerð í gærkvöldi. �??Já við fórum með sjúkravél og hann fór svo í aðgerð seint í gærkvöldi. Hann hefur það ágætt en er á sterkum verkjalyfjum. Læknir hefur enn ekki talað við hann þannig að við vitum ekki hve slæmt þetta er,�?? sagði Bjartey í samtali við blaðamann núna í morgun.