Íbúar við götur hafa líka tekið sig saman og það færist í vöxt að heilu göturnar skarti ljósadýrð. Túngatan hefur vakið athygli fyrir skemmtilegar skreytingar og hefur gatan skartað forláta kertum sem ekki eru nein smásmíði. Nú hafa íbúarnir bætt um betur því við götuna eru allir jólasveinarnir saman komnir ásamt grýlu og leppalúða auk þess sem jólakötturinn er ekki langt undan.
Guðjón �?lafsson eða Gaui í Gíslholti eins og hann er oftast kallaður sá um að útbúa sveinana ásamt fylgdarliði og prýða þeir nú staurana við Túngötu.
Gaui vildi ekki gera mikið úr þessari vinnu en sagði það rétt að þarna væru jólasveinarnir þrettán ásamt foreldrum og jólakettinum. �?Hugmyndina af þessu eiga Hallgrímur og Ásdís og svo Nanna Leifs því hún er alveg ótrúleg og vildi alltaf vera að skreyta og gera fínt við götuna. Á aðventunni hóaði Nanna saman stelpunum í götunni og lagðar voru línurnar það árið. �?essa fundi skiptust þær á að halda. Síðan var körlunum skipað að framkvæma þeirra hugmyndir og enginn þorði að vera með neitt múður. �?annig að það er óhætt að segja að það hjálpist allir að við þetta enda mikil samstaða við götuna. �?etta byrjaði með borðum og greni á hvern ljósastaur og síðan þróaðist þetta upp í jólakerti og jólasveina �? sagði Gaui þegar hann var spurður út í skreytingarnar. �?Á aðfangadag þegar fólk kemur saman í kirkjugarðinum þá setja allir íbúar við götuna kerti framan við sín hús og vilja þannig sýna virðingu og gera stundina sem hátíðlegasta. �?
Gaui útbjó þrjá jólasveina í fyrra en skapaði tíu núna þannig að nú er allt liðið mætt. �?�?etta er stælt og stolið, hugmyndin af þessu eru jólasveinarnir á mjólkurfernunum en ég vinn þetta svolítið frjálslega. �?g saga út í krossvið og svo mála ég sveinka á,�? sagði Gaui og ljóst að hann hefur lagt á sig mikla vinnu við jólasveinagerðina þó hann vilji alls ekki gera mikið úr því. �?�?g tel það ekki eftir mér ef það gleður bæjarbúa og strákarnir í götunni hafa ótrúlega gaman af þessu en þeir setja þetta allt upp og á sinn stað.�?
�?egar Gaui var spurður hvort skreytingarnar hafi ekki vakið athygli segir hann svo vera. �?�?etta hefur vakið athygli, fólk er að stoppa mann á götu og segja hvað þetta sé skemmtilegt og það gleður barnshjartað. �?etta byrjaði með kertaskreytingunni og ég hef gaman af þessu eins og aðrir íbúar við götuna. �?g hef séð um gluggaskreytingarnar á heimilinu og elstu skreytingarnar í gluggunum er síðan fyrir gos og þær eru heimagerðar því ég hef gert þær allar sjálfur,�? sagði Gaui og tekur fram að hann láti ekki jólastressið trufla sig. �?Að öðru leyti sér Hólmfríður um allan jólaundirbúninginn því hún er svo mikið jólabarn.�?
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst