Á hverju hausti í tengslum við Vest Norden kaupstefnuna gefur Markaðsstofa Suðurlands út veglegan kynningarbækling um Suðurland þar sem þjónusta fyrirtækja og sveitarfélaga í landshlutanum er kynnt ásamt áhugaverðum stöðum. Núna eru 14 sveitarfélög og rúmlega 160 fyrirtæki á Suðurlandi aðilar að markaðsstofunni. Bæklingurinn er gefinn út í 35.000 eintökum og er honum dreift á upplýsingamiðstöðvar um allt land og á Keflavíkurflugvöll. Í sumar var einnig gefið út aksturskort af Suðurlandi.