Vegna fréttar í Eyjafréttum í gær, um sölusamning Skakkaturns og Upprisu Tölvunar, vill Skakkiturn ehf., umboðsaðili Apple á Íslandi taka fram, að í Vestmannaeyjum sér Geisli Faxi á Hilmisgötu einnig um sölu á Apple vörum. Engin breyting er fyrirhuguð á því samstarfi, sem hefur gengið með ágætum undanfarin tvö ár.