ÍBV sótti þrjú mikilvæg stig í leik gegn Keflavík á útivelli í dag og lokatölur 1:3. Markalaust var í fyrri hálfleik en Keflavík tók forystu með marki á 66. mínútu. Það kveikti heldur betur í Eyjamönnum sem skoruðu þrjú mörk á átta mínútum.
Hermann Þór reið á vaðið á 70. mínútu, þá var komið að Sverri Páli sem skoraði á á 74. mínútu og síðasta orðið átti Oliver með marki á 78. mínútu.
ÍBV er í sjötta sæti deildarinnar með sex stig eftir fjórar umferðir. Næsti leikur er gegn Fram á útivelli, miðvikudaginn 3. maí.
ÍBV í leik gegn Breiðabliki sem Eyjamenn unnu.
Mynd Sigfús Gunnar
L | Mörk | Stig | |
Víkingur R. | 4 | 8:0 | 12 |
FH | 4 | 8:6 | 7 |
HK | 4 | 10:9 | 7 |
Breiðablik | 4 | 11:10 | 6 |
Valur | 3 | 5:4 | 6 |
ÍBV | 4 | 6:7 | 6 |
KA | 4 | 4:2 | 5 |
Keflavík | 4 | 3:6 | 4 |
KR | 4 | 3:7 | 4 |
Fylkir | 4 | 5:7 | 3 |
Stjarnan | 3 | 5:7 | 3 |
Fram | 4 | 8:11 | 2 |
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst