Karlalið ÍBV í knattspyrnu gerði jafntefli gegn KR í gær en liðin áttust við í æfingaleik í Egilshöll. Eiður Aron Sigurbjörnsson og Tryggvi Guðmundsson komu ÍBV í 2:0 áður en KR-ingar jöfnuðu metin og urðu lokatölur því 2:2. Leikurinn var þó ekki leikinn í heildar 90 mínútur þar sem liðin höfðu takmarkaðan tíma inni í húsinu.