Gifs á hægri hendi og vinstri löppin í einhverju drasli en ber sig vel
7. maí, 2015
�??Jæja þá er maður kominn á sjúkrahúsið í Færeyjum loksins eftir skítabrælu. Kominn í gifs á hægri hendi, með næringu í æð og þarf að fara í fleiri myndatökur á morgun. Vinstri löppin í einhverju drasli og munu skurðlæknar skoða þetta betur í dag, bæði höndina og löppina,�?? segir Ragnar �?ór Jóhannsson, skipverji á Kap VE á Facebooksíðu sinni í morgun. Ragnar �?ór slasaðist þegar þeir voru nýlagðir af stað af kolmunnamiðunum suður af Færeyjum í gærmorgun.
Komu þeir til Færeyja á miðnætti og var Ragnar �?ór lagður inn á sjúkrahús en hann ber sig vel. �??Allr búnir að hugsa rosalega vel um mig hérna í Færeyjum og ég tala nú ekki um meistarana um borð í Kap VE á leiðinni. Svo er hann elskulegi pabbi minn á leiðinni með Norrænu til að hjálpa stráknum því Kap lagði aftur á stað til Eyja. �??�?að eru forréttindi að eiga svona pabba, eins og hann Jóa Ragg,�?? segir Ragnar �?ór einnig.
Myndin var tekin af Ragnari á sjúkrahúsinu í Færeyjum í morgun.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst