Níu marka tap gegn sterku liði Stjörnunnar. Er ekki leiðinlegt að ná ekki að fylgja betur eftir góðum sigri á toppliði Fram í deildinni? �??�?etta voru gífurleg vonbrigði gegn Stjörnunni og klárlega ekki það sem við ætluðum okkur. Við förum mjög illa með mörg dauðafæri í fyrri hálfleik sem gerir það að verkum að við erum að elta allan leikinn. Við náum svo bara aldrei að koma okkur inn í leikinn aftur og spilum bara illa í seinni hálfleik,�?? segir Hrafnhildur.
Munurinn á liðum tveimur segir Hrafnhildur að felist ekki síst í breiddinni. �??Stjarnan er með rosalega stóran og breiðan hóp og eiga mjög auðvelt með að skipta leiktímanum vel á milli manna. Á móti erum við búnar að vera að glíma við manneklu í allan vetur og mæðir því mjög mikið á okkar lykil leikmönnum,�?? segir Hrafnhildur en Sandra Erlingsdóttir er einmitt einn þeirra leikmanna sem hefur verið að glíma við meiðsli upp á síðkastið.
�??Sandra fékk stóran opinn skurð undir hnéð og þurfti að sauma sex spor. Saumarnir voru teknir á föstudaginn og þá var sagt að það væru um tíu dagar í að hún gæti farið að hreyfa sig. Við vonum bara það allra besta með hana og að hún verði klár sem allra fyrst. Við megum svo sannarlega ekki við því að missa hana út,�?? bætir Hrafnhildur við.
Hvernig fannst þér leikurinn gegn Fylki spilast? Voru þetta sanngjörn úrslit? �??Leikurinn við Fylki var mjög spennandi allan tímann en hefði ekki þurft að vera það ef við hefðum spilað almennilega vörn í fyrri hálfleik. Við spilum mjög fínan sóknarbolta og hefðum getað skorað mun fleiri mörk ef við hefðum nýtt færin okkar betur. Við erum síðan tveimur mörkum yfir þegar tæpar tvær mínútur eru eftir en þær skora tvö síðustu mörkin í leiknum og jafna þegar tíu sekúndur eru eftir,�?? segir Hrafnhildur svekkt með að missa stigið. �??Við vorum aftur á móti komnar þremur mörkum undir þegar um tíu mínútur voru eftir en þá skellti Jenný í lás og kom okkur almennilega inn í þetta aftur þannig að útlitið var ekkert frábært eftir 50 mínútur og hefðum við hæglega getað tapað þessum leik,�?? segir Hrafnhildur.
Næsti leikur er gegn Selfossi á laugardaginn, er það ekki skyldusigur? �??Selfossleikurinn verður gríðarlega erfiður enda hafa þær verið á mikilli siglingu undanfarið og eru nýbúnar að tryggja sig í Final 4 eftir sigur á sterku liði Gróttu. �?að er því alls ekki hægt að tala um skyldusigur þar sem þetta er klárlega 50/50 leikur en tvö stig sem við þurfum virkilega á að halda. �?ær eru með þrjá útlendinga í sínu liði ásamt einum besta íslenska leikmanni deildarinnar þannig að við vitum að okkar bíður mjög erfiður leikur. Nú er bara að nýta vikuna vel og girða sig vel í brók fyrir átökin,�?? segir Hrafnhildur í lokin.