Gísli Stefánsson bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum og framkvæmdastjóri Landakirkju skipar 4. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi fyrir þingkosningar 30. nóvember næstkomandi. Kjördæmisráðið samþykkti fyrr í dag einróma að viðhafa röðun við efstu 6 sæti á framboðslistanum og var Gísli einn í kjöri í 4. sætið og því sjálfkjörinn.
Efstu 6 sæti á listanum eru svohljóðandi eftir röðun:
Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra
Vilhjálmur Árnason, alþingismaður og ritari Sjálfstæðisflokksins
Ingveldur Anna Sigurðardóttir, lögfræðingur og varaþingmaður
Gísli Stefánsson, bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri
Kristín Linda Jónsdóttir, sálfræðingur
Guðbergur Reynisson, bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst