Gísli Stefánsson bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum og framkvæmdastjóri Landakirkju skipar 4. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi fyrir þingkosningar 30. nóvember næstkomandi. Kjördæmisráðið samþykkti fyrr í dag einróma að viðhafa röðun við efstu 6 sæti á framboðslistanum og var Gísli einn í kjöri í 4. sætið og því sjálfkjörinn.
Efstu 6 sæti á listanum eru svohljóðandi eftir röðun:
Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra
Vilhjálmur Árnason, alþingismaður og ritari Sjálfstæðisflokksins
Ingveldur Anna Sigurðardóttir, lögfræðingur og varaþingmaður
Gísli Stefánsson, bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri
Kristín Linda Jónsdóttir, sálfræðingur
Guðbergur Reynisson, bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri