Ég Gísli Hjartarson, oft kenndur við Foster, hef ákveðið að gefa kost á mér til stjórnlagaþings, en kosning til þess fer fram þann 27. nóvember n.k. Það að hafa tækifæri til þess að bjóða sig fram til þátttöku við að móta nýja stjórnarskrá lýðveldisins er mikil áskorun. Ég ákvað að bjóða mig fram til þess verkefnis, og vonast til að ná kjöri. Nái ég kjöri mun ég mæta til leiks af opnum hug og vinna af heilindum og einset mér um leið að standa undir því trausti sem mér væri sýnt.