Eyjamenn eru farnir að safna vopnum fyrir komandi átök í vetur í handboltanum. ÍBV spilar í 1. deild en Eyjamenn ætla sér stóra hluti þar. Gísli Jón Þórisson skrifaði fyrir stuttu undir árs framlengingu á samningi sínum við félagið en Gísli Jón gekk í raðir ÍBV á miðju síðasta leiktímabili.