Á Suðurlandi og á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði gistinóttum í mars síðastliðnum frá sama mánuði í fyrra. Í öðrum landshlutum varð fækkun milli ára. Samkvæmt tölum Hagstofunnar fjölgaði gistinóttum hlutfallslega mest á Suðurlandi, úr 8.900 í 11.300 eða um tæp 28%.