Þann 1. janúar 2025 mun verðskrá Herjólfs ohf. hækka um 4,17%. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skipafélaginu.
Þar segir jafnframt að reiknuð ferjuvísitala í þjónustusamningi við Vegagerðina hækki um 5,98% um áramót. Stakt fargjald fyrir farþega með lögheimili í Vestmannaeyjum hækkar um 50kr. og fer úr 1.200kr. í 1.250 kr. Allar frekari upplýsingar varðandi verðskrá félagsins má finna á vefsíðu Herjólfs.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst