Glæsileg dagskrá sjómannadagshelgar hefst í dag en um fjögura daga veglega dagskrá er að ræða. Fjölmargar sýningar og uppákomur standa gestum til boða, hér að neðan má sjá dagskrá dagsins.
Hvítahúsið
Myndlistarfélag Vestmannaeyja verður með opið hús í Hvítahúsinu. Allar vinnustofur
opnar og tekið á móti gestum. Þennan dag verður opið til klukkan 18.00. Um helgina
er opið frá kl. 14.00 til 18.00.
Sjómannadagshelgin í söfnunum:
Í Einarsstofu – Ljósmyndasýning Bjarna Sigurðssonar: 1000 andlit Heimaeyjar.
Opið í Sagnheimum, byggðasafni í Safnahúsinu og Sagnheimum, náttúrugripasafni
við Heiðarveg. Einnig er opið í Landlyst og Stafkirkjunni á sama tíma.
Ölstofa The Brothers Brewery
Sjómannabjórinn 2021 – Sibbi Tedda kemur á dælu við hátíðlega athöfn. Opið
12.00 til 23.00.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst