Nú liggur fyrir dagskrá um Þrettándahelgina dagana 5. til 8. janúar á næsta ári en formleg dagskrá hefst á fimmtudegi og lýkur ekki fyrr en á sunnudagskvöldið. Sem fyrr verður hápunkturinn þegar jólasveinarnir, Grýla, Leppalúði og allt þeirra hyski kemur niður úr fjöllum til að kveðja menn og málleysingja á Þrettándanum en dagskránna má sjá hér að neðan.