Flugeldasala Björgunarfélags Vestmannaeyja hófst í gær en í gærkvöldi voru skoteldarnir prófaðir með stuttri flugeldasýningu við Skátaheimilið. Björgunarfélagið hefur auk þess útbúið myndband þar sem sjá má allar terturnar og virkni þeirra en myndbandið má sjá hér að neðan. Óskar Pétur Friðriksson myndaði flugeldasýninguna í gærkvöldi og má sjá myndir frá honum hér að neðan.