Á fimmtudaginn verða styrktartónleikar fyrir Íþróttafélagið Ægi í Höllinni. Fjöldi tónlistarmanna munu stíga á stokk en miðaverð er aðeins 1000 kr. auk þess sem tekið er við frjálsum framlögum. Þá verður uppboð á árituðum keppnistreyju og myndum frá nokkrum af bestu íþróttamönnum landsins og erlendum íþróttamönnum líka.