Jólastemningin var í hávegum höfð í Höllinni í gærkvöldi þegar haldnir voru glæsilegir jólatónleikar fyrir Eyjamenn og gesti. Dagskráin var sett upp sem flakk um tímann þar sem rifjuð voru upp jól fyrir gos í bland við sígild jólalög sem allir þekkja og vilja heyra á aðventunni.
Tónleikarnir voru skemmtilegir og fjölbreyttir og skapaðist góð stund fyrir alla fjölskylduna þar sem minningar, söngur og samvera runnu saman í fallegri heild. Fram komu þau Pálmi Gunnars, Sara Renee, Una Þorvalds, Haffi úr MEMM, Sísí Ingadóttir, Sæþór Vídó og Aron Daði. Tónlistarstjóri tónleikanna var Gísli Stefánsson sem jafnframt lék með hljómsveitinni.
Auk Gísla skipuðu hljómsveitina þeir Biggi Nielsen, Jarl, Sæþór, Þórir og Dúni, og skiluðu þeir öflugum og vönduðum flutningi sem bar dagskrána uppi frá upphafi til enda. Óskar Pétur Friðriksson, ljósmyndari Eyjafrétta, var á staðnum og tók myndir sem sjá má hér að neðan.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst