�?Mér er engin launung á því, að erfitt er að fylgja þessum skrifum úr hlaði. �?talmargt hefði þurft að vera með, annað er ofsagt, villur eflaust fjölmargar og andi skrifanna og efnistök mér ekki alltaf að skapi. Valið stóð á milli mölsins eða mannfólksins og ég valdi það síðarnefnda.
Vonandi geta lesendur fundið einhver minningarbrot sem stytt gætu þeim stundir og haft ánægju af þeim fjölmörgu myndum sem ritið geymir,�? segir Birgir í formálanum og hittir naglann svo sannarlega á höfuðið þegar hann heldur áfram:
�?Bæði félögin hefðu þurft að sameinast um svona útgáfu. Tengslin á milli félaganna voru svo mikil að það var nánast ómögulegt að slíta þau í sundur í sögu sem þessari,�? segir Birgir og á þarna við turnana í íþróttasögu Vestmannaeyja, Tý og �?ór.
�?Á köflum voru skrifin mikill höfuðverkur, þar sem samvinna félaganna var mest. Mjög erfitt var t.a.m. að fjalla um sameiginlegt fóstur þeirra, KV og síðar ÍBV, þar sem aðeins annað félagið var með í för. Týrarar settu hins vegar verkið af, gleymdu því aldrei alveg og það varð því á endanum þeirra.�?
Undir þetta er hægt að taka en Týrarar geta verið stoltir af framtakinu og hafi einhver efast um mikilvægi íþrótta fyrir Vestmannaeyjum hverfur efinn um leið og flett er í gegnum bókina.
Hún ber það líka með sér að margir hafa komið að verki því mikil alúð hefur verið lögð í myndir og ekki síður í að nafngreina þá sem á þeim eru.
Sá sem þetta ritar hefur ekki lesið bókina spjaldana á milli en getur þó fullyrt að Saga Knattspyrnufélagsins Týs er eigulegur gripur.
Nánar í Fréttum á morgun.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst