Glæsilegur sigur á Gróttu ::ÍBV ósigraðar á toppnum
29. október, 2015
ÍBV og Grótta mættust í lokaleik 8. umferðar Olís deildar kvenna í Eyjum í dag. Búast mátti við hörku leik fyrir fram og það varð raunin en bæði lið voru ósigruð fyrir leikinn. ÍBV sigraðar leikinn 22-20 í algjörum háspennuleik og er á toppi deildarinnar með fullt hús stiga.
Gestirnir frá Seltjarnarnesi byrjuðu betur og komust í 1-3 en þá tók lið ÍBV við sér og vörnin ógurlega fór í gang. Mikið var um sóknarfeila hjá báðum liðum í dag og átti Grótta í miklum vandræðum með lið ÍBV sem var betri aðilinn. ÍBV komst í fyrsta sinn yfir í leiknum þegar 16. mínútur voru liðnar, 8-7. �?jálfari Gróttu, Kári Garðarsson tók þá leikhlé til að hvetja sínar stelpur áfram en það gekk ekki og skoraði ÍBV næstu þrjú mörkin og breyttu stöðunni í 11-7 en þá var skammt eftir til leikhlés, Grótta náði að saxa á forskotið og staðan í hálfleik var 11-9 fyrir ÍBV.
ÍBV leiddu framan af síðari hálfleik. �?að var ekki fyrr en á 48. mínútu sem Grótta náði að jafna metin en þá skoruðu þær tvö mörk í röð í autt mark ÍBV en Eyjastelpur voru þá að spila með auka sóknarmann. Jafnt var á öllum tölum þangað til fimm mínútur voru eftir en ÍBV skoraði svo síðustu tvö mörk leiksins og tryggði sér sigurinn en frábær frammistaða Erlu Rósar Sigmarsdóttur, markmanns ÍBV fór langt með að tryggja sigurinn en hún varði þrjú skot á tveggja mínútna kafla þegar skammt var til leiksloka en Erla Rós varði þrettán skot í leiknum. Lokatölur 22-20.
Leikurinn var frábær skemmtun fyrir áhorfendur og stelpurnar sömuleiðis en hann bauð upp á allt sem toppslagi eiga að bjóða upp á.
Mörk ÍBV skoruðu þær; Vera Lopez 9, Telma Amado 5, Drífa �?orvaldsdóttir 3, Greta Kavaliuskaite 2, Ester �?skarsdóttir 2 og Díana Dögg Magnúsdóttir 1.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst