Glæsilegur útisigur í Garðabænum
4. júlí, 2010
Eyjamenn tylla sér enn og aftur á topp Pepsídeildarinnar, tímabundið í það minnsta en ÍBV lagði Stjörnuna að velli í Garðabænum. Lokatölur leiksins urðu 0:2 fyrir ÍBV en sigurinn var torsóttur því Garðbæingar voru lengst af sterkari. En magnaður varnarleikur Eyjaliðsins varð til þess að marktækifæri heimamanna voru fá og ef eitthvað klikkaði, greip Albert Sævarsson inn í en Albert átti mjög góðan dag og hreinlega átti vítateiginn. En eins og áður sagði eru Eyjamenn á toppi deildarinnar með 20 stig eftir 10 leiki en næst eru Keflavík með 18 og Breiðablik með 17 en bæði lið hafa leikið leik minna.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst