Eyjafréttir/Eyjar.net sendir lesendum óskir um gleðilegt sumar. Í tilkynningu á vef Vestmannaeyjabæjar segir að í tilefni af sumardeginum fyrsta bjóði Vestmannaeyjabær bæjarbúum frítt í sundlaugina og frítt í Eldheima og Sagnheima.
Opið er í Einarsstofu og í Sagnheimum frá kl. 12:00-15:00 og í Eldheimum frá kl. 13:00-16:30. Sundlaugin er opin frá kl. 9:00-17:00. Þá má einnig minna á fótboltaleikinn sem fram fer á Þórsvelli í dag. Nánar má lesa um hann hér. Það ættu því flestir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi í dag, á sumardaginn fyrsta.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst