Glit­skýin séð frá Eyjum
Glitský 3L2A7999
Glitský. Ljósmyndir/Sigfús G. Gumðmundsson

Glit­ský sjást nú ágætlega í Eyjum, líkt og meðfylgjandi myndir bera með sér. Sigfús Gunnar Guðmundsson, ljósmyndari tók myndirnar í dag.

Á vef Veður­stofu Íslands er glit­skýj­um lýst sem fögr­um skýj­um sem mynd­ast í heiðhvolf­inu, gjarn­an í um 15-30 kíló­metra hæð. Þau sjást helst um miðjan vet­ur, um sól­ar­lag eða sól­ar­upp­komu. Glit­ský mynd­ast þegar það er óvenjukalt í heiðhvolf­inu, um eða und­ir -70 gráður til -90 gráður og eru þau úr ískristöll­um eða úr sam­bönd­um ískrist­alla og salt­pét­ur­sýru-hýdröt­um.

Í morgun var greint frá því á Vísi að glitský hafi blasað við borgarbúum þegar þeir risu úr rekkju.

Nýjustu fréttir

Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.