Glit­skýin séð frá Eyjum
5. janúar, 2025
Glitský 3L2A7999
Glitský. Ljósmyndir/Sigfús G. Gumðmundsson

Glit­ský sjást nú ágætlega í Eyjum, líkt og meðfylgjandi myndir bera með sér. Sigfús Gunnar Guðmundsson, ljósmyndari tók myndirnar í dag.

Á vef Veður­stofu Íslands er glit­skýj­um lýst sem fögr­um skýj­um sem mynd­ast í heiðhvolf­inu, gjarn­an í um 15-30 kíló­metra hæð. Þau sjást helst um miðjan vet­ur, um sól­ar­lag eða sól­ar­upp­komu. Glit­ský mynd­ast þegar það er óvenjukalt í heiðhvolf­inu, um eða und­ir -70 gráður til -90 gráður og eru þau úr ískristöll­um eða úr sam­bönd­um ískrist­alla og salt­pét­ur­sýru-hýdröt­um.

Í morgun var greint frá því á Vísi að glitský hafi blasað við borgarbúum þegar þeir risu úr rekkju.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst