Góð frammistaða fimleikafélagsins á bikarmóti
Liðið í 2. flokki hafnaði í þriðja sæti á bikarmótinu. Frá vinstri: Kolbrá Njálsdóttir, Una María Elmarsdóttir, Embla Rún Sigríðardóttir, Rakel Rut Rúnarsdóttir, Védís Eva Bjartmarsdóttir, Lovísa Ingibjörg Jarlsdóttir og Júlí Sigurjónsdóttir

Fimleikafélagið Rán tók þátt í bikarmóti í hópfimleikum í Egilshöll síðustu helgi. Félagið sendi alls fjóra hópa til keppni – tvö lið í 3. flokki, auk liða í 2. og 1. flokki.

Liðið í 2. flokki náði frábærum árangri og hafnaði í þriðja sæti í sínum flokki. Keppendur voru til fyrirmyndar á mótinu og sýndu glæsilega takta og mikinn metnað.

Margar af stelpunum voru að prófa sig áfram með nýjar og erfiðari æfingar og stökk og gekk það ótrúlega vel hjá þeim að sögn Sigurbjargar Jónu þjálfara hópsins. ,,Einnig tóku nokkrar af yngri stelpunum þátt með eldri hópunum og kepptu upp fyrir sig, og var virkilega gaman að sjá hversu vel þær héldu í við hinar”, segir hún að lokum.

Fimleikafélagið Rán hefur verið að byggja upp öflugt hópfimleikastarf undanfarin ár og endurspeglaði árangurinn á mótinu þá vinnu sem lagt hefur verið í æfingar. Eyjafréttir óskar fimleikafélaginu Rán innilega til hamingju.

Nýjustu fréttir

Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.