Kaupmönnum sem Eyjafréttir ræddu við eru sammála um að verslun hafi dregist saman í Vestmannaeyjum undanfarið. Væntingar um aukna sölu til ferðamanna með tilkomu Landeyjahafnar hafi að einhverju leyti ræst en með bættum samgöngum hafi Eyjamenn sjálfir sótt meiri verslun upp á land. Ferðamenn hafi ekki náð að jafna það upp. Einnig segja þeir að fólk versli meira í útlöndum og netverslun sé farin að hafa sín áhrif. Formaður kaupmanna í Eyjum hvetur Eyjamenn til að líta við hjá þeim áður en verslað sé annars staðar. Krafa sé um góða þjónustu en hún þrífist ekki ef enginn er viðskiptavinurinn.