Góður afli fyrir austan í haust
Landad Ur Vestmannaey Ve 22 Jul
Landað úr Vestmannaey VE. Eyjafréttir/Eyjar.net: TMS

Togararnir Bergur VE og Vestmannaey VE lönduðu báðir í Eyjum í gær og höfðu landað í Neskaupstað á mánudaginn. Aflinn í fyrri túrnum hjá skipunum var mest þorskur en ýsa í þeim síðari hjá Bergi en blandaður afli hjá Vestmannaey.

Skipstjórarnir, Jón Valgeirsson á Bergi og Birgir Þór Sverrisson á Vestmannaey, segja í samtali við heimasíðu Síldarvinnslunnar að það hafi verið góður afli á Austfjarðamiðum í allt haust og skipin hafi yfirleitt verið að taka tvo túra á viku.

Jón Valgeirsson segir að tveir síðustu túrar hafi gengið ágætlega hjá þeim Bergsmönnum. „Í fyrri túrnum var mest veitt á Gula teppinu og á Héraðsflóa en í þeim síðari var farið víðar. Við byrjuðum á Glettinganesflaki en síðan var haldið á Tangaflak, Gerpisflak og endað á Gula teppinu og Litladýpi. Það þurfti svolítið að hafa fyrir því að finna ýsuna.”

Birgir Þór Sverrisson á Vestmannaey segir að vel hafi gengið að veiða í túrunum tveimur en aflasamsetningin væri býsna ólík. „Í fyrri túrnum var veitt á Gula teppinu og síðan sunnan við Litlagrunn þar sem fékkst þessi stóri og fallegi þorskur. Í seinni túrnum var byrjað á Tangaflaki og síðan var veitt á Glettinganesflaki og Skrúðsgrunni en endað austan við Örvæntingu. Aflinn í seinni túrnum var mjög blandaður, ufsi, þorskur og ýsa.”

Bergur heldur til veiða á ný í dag og Vestmannaey á morgun. Gert er ráð fyrir að skipin taki strikið austur fyrir land.

Nýjustu fréttir

Markmiðin eru skýr – að efla Vestmannaeyjar
Stórskipakantur mikilvægur í mögulegri fóðurframleiðslu
Stórleikur í Eyjum – toppslagur ÍBV og Vals
Prófkjör framundan hjá sjálfstæðismönnum í Eyjum
Vara við áhrifum samgönguáætlunar
Í dag eru 53 ár frá upphafi Heimaeyjargossins
Bærinn í samstarf við Markaðsstofu Suðurlands
Alex Freyr Hilmarsson íþróttamaður Vestmannaeyja
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.