Góður sigur á ÍR
23. janúar, 2016
ÍBV og ÍR mættust í Olís deild kvenna í dag. ÍR-ingar byrjuðu betur og komust í 1-4, en ÍBV jafnaði metin í 5-5 með marki frá Gretu K. �?egar fyrri hálfleikur var hálfnaður komst ÍBV yfir, 8-7, þá þéttist vörn ÍBV og stelpurnar sigu fram úr og skorðuðu mörg auðveld hraðaupphlaups og annars tempó mörk. �?tlit var fyrir að Eyjastúlkur myndi stinga af í stöðunni 15-10 en ÍR ingar neituðu að gefast upp og minnkuðu muninn í 15-13 eftir 25 mínútna leik. Í stöðunni 16-14 tóku Eyjastelpur við sér og bættu við forskot sitt áður en hálfleiknum lauk, staðan í hálfleik var 19-14.
�?egar tólf mínútur voru liðnar af síðari hálfleik misstu ÍBV tvo leikmenn út af með tveggja mínútna brottvísanir en stelpurnar náðu að vinna vel úr þeirri stöðu en sá kafli fór 0-0 þar sem Erla Rós varði tvívegis. Baráttuglaðar ÍR stúlkur náðu að minnka muninn niður í fjögur mörk, 29-25, úr hraðaupphlaupi og virtist allt stefna í hörkuleik þar sem varamarkvörður þeirra reyndist ÍBV erfiður á þessum kafla. Aftur náðu Eyjastúlkur að auka muninn upp í sex mörk en ÍR-ingar neituðu að gefast upp og náðu aftur að minnka muninn niður í fjögur mörk og sex mínútur eftir. ÍBV reyndust sterkari á lokakaflanum og lokatölur urðu 37-29 og ÍBV fer því aftur upp í toppsætið.
Mörk ÍBV skoruðu þær; Ester �?skarsdóttir 8, Telma Amado 6, Drífa �?orvaldsdóttir 6, Greta Kavaliuskaite 5, Díana Dögg Magnúsdóttir 3, Guðbjörg Guðmannsdóttir 3, Kristrún �?sk Hlynsdóttir 2, Sandra Dís Sigurðardóttir 2, Vera Lopes 1 og Selma Rut Sigurbjörnsdóttir 1.
Erla Rós Sigmarsdóttir varði fjórtán skot í marki ÍBV og Sara Dís Davíðsdóttir þrjú.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst