Eyjakonur eru aftur á sigurbraut eftir dapurt gengi í síðustu leikjum. Sigruðu KA/Þór 25:16 á heimavelli í dag. Sunna Jónsdóttir fór fyrir sínum konum og skoraði átta mörk. Marta stóð fyrir sínu í markinu og varði 14 skot, þar af tvö vítaskot.
Hrafnhildur Hanna og Birna Berg eru fjarri góðu gamni vegna meiðsla en þrátt fyrir það er ÍBV í þriðja sæti Olísdeildarinnar með 10 stig en Haukar og Valur eru í fyrsta og öðru sæti með 14 stig.
Eyjakonur mæta Haukum á útivelli þann 11. nóvember.
Myndina tók Sigfús Gunnar í leiknum í dag.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst