Góður stuðningur við málefni Vestmannaeyja
27. febrúar, 2007

Jafnframt hvernig hafist skuli handa um að hrinda í framkvæmd nýrri stefnu sem tekur mið af hag almennings í landinu, í stað þeirrar stefnu sem borin hefur verið uppi af Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki nú um langt skeið og sem leitt hefur ómælt óréttlæti yfir þjóðina.

Auk almennra ályktana var samþykkt samhljóða á fundinum ályktun um samgöngumál frá fulltrúum Vestmannaeyinga. Meginefni ályktunarinnar snertir þá sjálfsögðu kröfu að líta beri á siglingaleiðina milli Vestmannaeyja og lands sem þjóðveg og þess vegna eigi ekki að skattleggja umferð á þeim þjóðvegi umfram það sem gert er á öðrum þjóðvegum landsins. �?ví beri að afnema þann vegatoll sem greiddur er milli lands og Eyja í formi fargjalda.

�?á krefst fundurinn þess að þegar verði bætt úr því ófremdarástandi sem nú ríkir í samgöngumálum Vestmannaeyinga og fundið verði hentugt skip til að fullnægja hraða, flutningsþörf og þeim kröfum sem gerðar eru í nútímasamgöngum. Ekki sé lengur hægt að fresta tafarlausum samgöngubótum með sífelldi skírskotun til þess að verið sé að leita efir heildarlausn í samgöngubótum milli lands og Eyja.

Að lokum krefst landsfundurinn þess að verð á flugsamgöngum landsmanna verði með þeim hætti að hægt verði að líta á þær sem almenningssamgöngur.
Frétt frá Vinstri grænum.

Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst