ÍBV hafði betur gegn FH í leik liðanna í Kaplakrika í kvöld. Lokatölur urðu 24:25 en staðan í hálfleik var 13:10 Hafnfirðingum í vil. Fyrir aðeins tveimur dögum síðan tapaði ÍBV stórt fyrir Val, 44:18 eða með 26 mörkum en stelpurnar voru ekki lengi að hrista það tap af sér og unnu eins og áður sagði FH á útivelli. Markahæst hjá ÍBV var Aníta Elíasdóttir sem skoraði sjö mörk og Ester Óskarsdóttir skoraði fimm.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst