Í Lágafellsskóla í fyrramálið, 9. september, mun �?löf Nordal innanríkisráðherra hleypa af stokkunum verkefninu Göngum í skólann. Markmið verkefnisins eru að hvetja börn til að ganga í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni. �?etta er níunda árið sem þetta verkefni er unnið hér á landi.
Göngum í skólann er samstarfsverkefni Samgöngustofu, Íþrótta �?? og �?lympíusambands Íslands, Ríkislögreglustjóra, Embættis landlæknis, mennta- og menningamálaráðuneytis, Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Heimilis og skóla.
Nýr umferðarvefur �?? umferd.is
Samgöngustofa mun nota þetta tækifæri til að opna endurhannaðan umferðarvef
www.umferd.is sem er samvinnuverkefni Samgöngustofu og Grundaskóla á Akranesi, móðurskóla umferðarfræðslu. Umferðarvefurinn er ætlaður nemendum, kennurum og foreldrum og inniheldur skemmtilega umferðarfræðslu fyrir börn sem er ætlað að auka öryggi þeirra í umferðinni. Meðal nýrra verkefna má nefna bókaflettara þar sem nemendur geta æft sig í lestri um leið og þeir fræðast um mikilvægar umferðarreglur. Samhliða lestrinum getur nemandinn hlustað á upplestur Sigrúnar Eddu Björnsdóttur leikkonu.