Kaupþingsmótið í golfi hófst í morgun en mótið er næst síðasta mótið í mótaröðinni. Ágætis veður hefur verið í Vestmannaeyjum í dag, í morgun þegar mótið hófst var sól og blíða en nú síðdegis dró fyrir sólu og hefur rignt nokkuð. Hins vegar má búast við talsverðum vindi á morgun samkvæmt veðurspám þannig að segja má að kylfingarnir kynnist öllum helstu veðurafbrigðum um helgina.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst