Grétar �?ór Eyþórsson Íþróttamaður Vestmannaeyja árið 2014
15. janúar, 2015
Viðurkenningarhátíð Íþróttabandalags Vestmannaeyja fór fram í kvöld. �?ar voru veittar viðurkenningar fyrir árangur ársins 2014, sem var óvenju glæsilegur. Fjórir flokkar ÍBV íþróttafélags urðu Íslandsmeistarar og tveir flokkar urðu bikarmeistarar. 20 leikmenn ÍBV íþróttafélags léku með landsliðum Íslands á árinu. Íþróttafólk æskunnar árið 2014 voru valin Dagur Arnarsson handboltamaður og Sabrína Lind Adolfsdóttir knattspyrnukona. �?að kom fáum á óvart að leikmaður úr hópi Íslandsmeistara karla í handbolti skyldi valinn Íþróttamaður Vestmannaeyja árið 2014, og engum kom á óvart sá var Grétar �?ór Eyþórsson, hornamaðurinn snjalli sem auk þess að vera frábær handboltamaður var líka foringinn utan vallar í leikmannahópnum.
�?á var fjöldi fólks heiðrað fyrir vel unnin störf fyrir íþróttahreyfinguna og hvert aðildarfélag bandalagsins valdi sinn íþróttamann. Viðurkenningahátíðin fór að þessu sinni fram í Höllinni og var afar vel heppnuð og gestir voru um 250 talsins.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst