Á borðum voru svið og saltkjöt af bestu gerð og tóku menn vel til matar síns og var haft á orði að hrútablær væri yfir öllu enda allir hrútavinir sem þarna voru saman komnir og því réttilega hægt að tala um hrútaveislu eins og stundum var gert á árum áður um þorrasamkomur
Sérstakir gestir samkomunnar voru Árni Johnsen frá Vestmannaeyjum og Björn Ingi Bjarnason á Eyrarbakka og fluttu þeir blótinu viðeigandi tölur og söngatriði.
Vali á þessum gestum, þeim Árna og Birni Inga, var gríðarlega fagnað á blótinu þegar veislustjórinn Valdimar Bragason tilkynnti blótsgestum það í upphafi að stór brennivínsskammtur sem þeim væri ætlaður yrði að fara afan í karlakórinnog aðra gesti þar sem Árni og Björn Ingi væru annálaðir �?límonaði-drengir.�?
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst