Handboltastjörnuleikurinn fór fram í Íþróttamiðstöðinni klukkan 18. Leikurinn er fyrsta fjáröflun af mörgum vegna ferðar hópsins á leik í ensku úrvalsdeildinni sem stefnt er að því að fara næsta haust.
Um 300 manns mættu í höllina og skemmtu sér vel, enda allt kapp lagt á að gera umgjörð leiksins sem eftirminnilegasta fyrir leikmenn jafnt sem áhorfendur. Leikmenn voru kynntir inn fyrir leikinn og hlupu þeir eftir ljósum prýddri braut í gegnum reyk inn á völlinni. Theodór Sigurbjörnsson og Agnar Smári Jónsson, leikmenn meistaraflokks ÍBV, léku með liðunum.
Jafnt var á öllum tölum og þegar sex sekúndur voru eftir var staðan 18-18 og hvíta liðið fékk aukakast. Stefán Róbertsson varði boltann fyrir rauða liðið, geystist upp allan völlinn og skoraði. En dómararnir dæmdu skref á Stefán svo leikurinn endaði með jafntefli.
Leikmenn beggja liða fengu verðlaunapeninga úr hendi Grétars Eyþórssonar, leikmanns meistaraflokks ÍBV, en hann kom að skipulagningu stjörnuleiksins. �?jálfarar liðanna voru Daði Pálsson og Arnar Pétursson. Lokaatriðið var bikarafhending þar sem leikmenn beggja liða skiptust á að hlaupa með glæsilegan gylltan bikar sigri fagnandi til aðstandenda sinna á áhorfendapöllunum.