Gríðarlegar umferðartafir á Suðurlandi

Þau sem hyggjast leggja land undir fót þessa helgina og ætla etv að keyra í átt að borginni ættu að hafa það í huga að miklar vegaframkvæmdir eru í kringum Selfoss sem valda miklum töfum.

Hjá Vegagerðinni kemur fram að umferð um Biskupstungnabraut sé ljósastýrð vegna vegavinnu og komi til með að hafa áhrif á umferð um Suðurlandsveg.

Vísir.is greinir frá þessu í gærkvöldi, en þá hafði ökumaður greint frá því að hann sæti fastur í bíl sínum milli Hveragerðis og Selfoss í um hálftíma og umferðin hreyfðist mjög hægt.

Starfsmaður Vegagerðarinnar segir í samtali við Vísi að töfin orsakist af vegavinnu á Biskupstungnabraut. Vegagerðin greindi frá því að umferð um brautina yrði ljósastýrð.

Íbúar á Selfossi hafa greint frá því á íbúahóp á Facebook að bílaröðin nái alla leið til Hveragerðis.

Mynd: Vísir.is, Vilhelm.

Nýjustu fréttir

Sigurður Guðmundsson á Hljómey í ár
Jákvæðar umræður um Eyjagöng á Hvolsvelli
Eyjakona og drottning íslenskrar knattspyrnu
Bæjarstjórnarfundur í beinni
Andri Erlingsson til Kristianstad
Verulegur munur á tilboðum í flóðlýsingu Hásteinsvallar
Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.